Hljómsveitina PRIMA skipa þeir Guðmundur Pálsson og Gunnar Kr. Sigurjónsson, en þeir hafa leikið fyrir dansi og söng hér heima og heiman í fjölda ára.
Guðmundur leikur á Gretsch-gítar, en Gunnar leikur á mjög fullkomið Ketron-hljómborð. Báðir syngja þeir félagarnir og draga hvergi af sér!
Hljómsveitin PRIMA tekur að sér tónlistarflutning við hvers kyns mannamót s.s. brúðkaup, árshátíðir, þorrablót, bæjarhátíðir, jólaböll og í rauninni flest það sem snýr að tónlist þegar fólk kemur saman til að gera sér glaðan dag.
Fjölbreytt efnisskrá er helsti hornsteinn að velgengni hennar, því með fjölbreyttu lagavali nær PRIMA að höfða til mismunandi aldurshópa og leika þá tónlist sem er viðeigandi hverju sinni.
Gott ball er ekki hrist fram úr erminni. Það krefst undirbúnings og ef hljómsveitin býr ekki yfir fjölbreyttu lagavali, er vandi á ferð.
Hljómsveitin PRIMA leikur mjög fjölbreytta danstónlist, eftir því hvernig samsetning salarins er. Meðal tónlistar má nefna rokk, Suður-Ameríska tónlist, gömlu dansana, kántrí og línudans, hringdansa, samvæmisdansa, diskó, swing og tjútt, popplög, sérdansa og gömlu góðu íslensku dans- og dægurlögin sem allir geta sungið með. En umfram allt, skemmtileg lög sem allir þekkja!
Einnig er í boði dinnertónlist og/eða fjöldasöngur, þar sem það hentar.
Þá geta þeir félagar séð um veislustjórn, skipulagningu, skemmtiatriði og útvegað húsnæði, svo dæmi séu tekin.
„Takk kærlega fyrir okkur!
Þið stóðuð ykkur frábærlega!“
Charlotte
Þorrablót Eyrarbakka
„Takk, takk, takk PRIMA!
Þið gerðuð brúðkaupsveisluna okkar umtalaða, vegna skemmtilegrar tónlistar!“
Auður og Ingólfur,
brúðhjón
„Það er langt síðan við höfum skemmt okkur eins vel á árshátíð og þegar Hljómsveitin PRIMA var hjá okkur. Öll skemmtilegu lögin héldu okkur á dansgólfinu!“
Óskar Guðjónsson,
Kiwanisklúbbnum Eldey
„Það var beðið um enskan vals — og þið spiluðuð enskan vals. Þá var beðið um Elvis — og þið spiluðuð Elvis. Það er sama um hvað var spurt, þið kunnið nánast allt!“
Kristjana Guðmundsdóttir,
FEBK
„Hljómsveitin PRIMA lék á árshátíð okkar og stemmningin var einstök. Þeir léku lögin sem allir þekkja og við dönsuðum sólana af skónum okkar. Það voru allir mjög ánægðir!“
Sigurrós Ottósdóttir,
Dýrfirðingafélaginu í Rvk.
„Þökkum ykkur í PRIMA fyrir frábært framlag á skemmtun okkar. Það var mikið fjör — mikið gaman. Sannkallaður dans á rósum!“
Kristján Hall,
Oddfellowstúku nr. 9, Þormóður Goði
„Afmælisveislan mín tókst einstaklega vel og það er ykkur í PRIMA helst að þakka. Gef ykkur toppmeðmæli!“
Gunnar A.,
afmælisbarn
„Takk kærlega fyrir okkur! Þetta var mjög skemmtilegt ball og þið í PRIMA góðir eins og venjulega!“
Elsba Dánjalsdóttir,
Færeyingafélaginu á Íslandi
Vitann Sandgerði, Hagstofu Íslands, Borgarstjórn Reykjavíkur, Flugmálafélag Íslands, Vagninn Flateyri, Players Kópavogi, Catalinu Kópavogi, ÍA Akranesi, Íþróttafélagið Reyni Sandgerði, Dalabúð Búðardal, Gjána Selfossi, Hjálparsveit Skáta Garðabæ, Bandalag íslenskra skáta, Komið og dansið Breiðholti, Hestamenn Kirkjubæjarklaustri, Hjónaklúbbinn Vogum Vatnsleysuströnd, Kaupþing, Hafnarfjarðarbæ, Tannlæknafélagið, Þorrablótsnefnd Skeiðahrepps, Flugfélagið Atlanta, Vatnsleysustrandarhrepp, Sjálfstæðisfélag Kópavogs, Sjálfstæðiskvennafélagið Eddu Kópavogi, Framsóknarfélag Kópavogs, Framsóknarfélag Kjósarsýslu, Íþróttafélagið Fram, Skátakórinn, Prentmet, Kiwanisklúbbinn Eldey Kópavogi, Eldeyjarkonur, Félag bílablaðamanna, Kiwanisklúbbinn Ölver í Þorlákshöfn, Karlakór Keflavíkur, Sjálfsbjargarhúsið, Félag eldri borgara Kópavogi, Félagsþjónustuna Kópavogi, Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu, Landssamtök ITC á Íslandi, Flugmálafélag Íslands, Oddfellowstúkuna Egil á Akranesi, Færeyingafélagið í Reykjavík, Íslendingafélagið í Þórshöfn í Færeyjum, Kirkjugarða Reykjavíkur, Útfararstofu Kirkjugarðanna, Kópavogsbæ, Múlabæ, Oddfellowstúkuna Ingólf í Reykjavík, Slysavarnafélagið Björg á Eyrarbakka og fjölmarga fleiri aðila, auk ótal hamingjusamra brúðhjóna, afmælisbarna og veislugesta þeirra ...
Silfurberg í Hörpu, Hljómahöllin í Reykjanesbæ, Hótel Ísland, Grand Hótel Reykjavík, Sunnusalur á Hótel Sögu, Hótel Loftleiðir, Höfði v/Borgartún, Félagsheimili Seltjarnarness, Hlégarður Mosfellsbæ, Nesjavellir, Úlfljótsvatn, Vagninn Flateyri, Gjáin Selfossi, Félagsheimilið Kirkjubæjarklaustri, Brautarholt á Skeiðum, Players Kópavogi, Lögreglusalurinn Reykjavík, Viðeyjarstofa Viðey, Garðaholt Garðabæ, Félagsheimili Kópavogs, Langisandur Akranesi, Tjald galdramannsins Skagafirði, Dalabúð Búðardal, Sexbaujan Seltjarnarnesi, Feiti dvergurinn Grafarvogi, Lionssalurinn Lundur Kópavogi, Samkomuhúsið Bíldudal, Fóstbræðraheimilið Langholtsvegi, Rúgbrauðsgerðin Borgartúni, Hestheimar Ásahreppi, Þórshöll Brautarholti, Golfskálinn Grafarholti, Farfuglaheimilið v/Víðistaðatún Hafnarfirði, Framhöllin, Tónlistarhúsið Ýmir Reykjavík, Félagsheimilið Sandgerði, Glaðheimar Vogum, Veitingahúsið Vitinn Sandgerði, Golfskálinn Hvaleyrarholti í Hafnarfirði, Lækjarbotnar, Danshöllin Drafnarfelli, Catalina Kópavogi, Skíðaskálinn Hveradölum, Glersalurinn Kópavogi, Hótel Selfoss, Ársel, Rafveituheimilið Elliðaárdal, Kiwanishúsið Kópavogi, Sjálfstæðissalurinn á Seltjarnarnesi, Garðakirkja, Ásmundarsafn, Hafið bláa v/Þorlákshöfn, Oddfellowhúsið við Vonarstræti, Hótel Glymur, Félagsheimilið Gullsmári Kópavogi, Félagsheimilið Gjábakki Kópavogi, Kornhlaðan Bankastræti, B36 boltafélag Þórshöfn í Færeyjum, Kriki við Elliðavatn, Súlnasalur á Hotel Nordica, Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka, Hörpuhornið, Norðurbryggja í Hörpu og fjölmargir aðrir staðir, bæði stórir og smáir.